KATLA NORDIC er félag kraftmikilla ungra íslenskra athafnarkvenna á Norðurlöndunum,
sem starfar aðallega í Kaupmannahöfn.
Við teljum að öflugar ungar konur stuðla að jafnara samfélagi þar sem fleiri raddir heyrast og fjölbreyttari mál komast að.
Með stofnun félagsins vildum við nýta þann einkennandi kraft sem skapast þegar íslenskar konur koma saman.
Þverfaglegt tengslanet
Félagið er vettvangur fyrir meðlimi til þess að kynnast hvor annarri í gegnum skemmtilega og eflandi viðburði á vegum KÖTLU.
Aukin áhrif og sýnileiki
Við höfum byggt saman sterkt tengslanet sem eykur sýnileika og áhrif ungra athafnakvenna á Norðurlöndunum.
Sköpun nýrra hugmynda
Hugsjón okkar er að konur úr ólíkum geirum geti lært af hvor annarri og skapað til nýrra hugmynda.
Leiðtogadagur KÖTLU 2025
Leiðtogadagur KÖTLU 2025 fer fram laugardaginn 17. maí og verður stútfullur af innblæstri, tengslamyndun og valdeflingu. Í boði verða fjölbreyttar vinnustofur og fyrirlestrar þar sem áhersla er lögð á leiðtogahæfni, sjálfstraust og framkomu.

Fréttir
KATLA Nordic 5 ára 🎉
Þann 14. mars fagnaði KATLA Nordic 5 ára afmæli félagsins í sendiherrabústaðnum í Danmörku þar sem Pétur Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Danmörku, tók vel á móti félagskonum.
Mentorprógramm KÖTLU
Mentorprógramm KÖTLU er vettvangur fyrir meðlimi félagsins til að tengjast þekktu athafnafólki úr íslensku atvinnulífi og aukið þekkingu sína og hæfni undir leiðsögn mentor.
Mentor er einhver með þekkingu og reynslu á ákjósanlegu sviði sem er viljugur að deila því með þér. Mentorarnir koma oft auga á tækifæri sem þú sérð ekki og dæmi eru um að Kötlu konur hafi fengið flottar stöðuhækkanir eftir leiðsögn mentor.
Við viljum heyra frá þér!
Ekki hika við að hafa samband ef að þú hefur einhverjar spurningar.
Styrktaraðilar KÖTLU







